Tuesday, March 14, 2006

Síðubitanámskeið nr 2

Jæja er ekki komin tími til að blogga smá? Ég fór að tala við Öbbu á Bjargi í dag...kom til hennar og sagði að ég væri langt langt frá því að ná þeim markmiðum sem ég setti mér...að ég hafi mætt alveg hræðilega illa og að ég vissi að hún væri byrjuð með Síðubitanámskeið nr 2(eða 3) og hvort ég mætti ekki slást í hópinn. Abba tók mér frábærlega - sagði að ég ætti bara að drífa mig í síðubitanna og ekkert vera að hugsa um þessa mánuði sem ég ætlaði mér að standa mig vel...nú þyrfti barasta að fara að taka vel á því aftur. Já þessi eilífa eilífa barátta...ég held að hún sé endalaus...niður um nokkur kíló upp um allt of mörg niður og upp niður og upp....
Ég fór á dönsku vigtina í dag og var búin að missa 900 gr síðan í síðustu viku - fékk hrós fyrir það....nú þarf bara að halda vel áfram í danska og vera dugleg í leikfimi...og vonandi verður maður léttari á sér í vor...Þetta síðubitanámskeið er í 8 vikur...svo eftir átta vikur verð ég vonandi hm hvað á maður að segja...allavega 5 kilóum léttari (mætti auðvitað vera 25 en ég ætla að vera raunsæ og gera mér ekki of miklar væntingar)

Tuesday, January 24, 2006

loksins smá árangur

Jæja fór í vigtun í dag og fékk Límmiða!!!!! Hafði misst akkúrat 1 kíló - gaman gaman.....vantar bara 600 gr til að komast niður í tveggja stafa tölu!!!! Það verður enn meira fjör þegar það gerist og ætla ég að halda upp á það með því að fara út og fá mér hamborgara og franskar....nei smá grín!!!! En nú er ég í vandræðum...Jón minn er orðin lasin - var með 40 stiga hita í dag fárveikur - kalt og heitt á víxl og með særindi í hálsi - vill lítið borða en drekkur vel. Ingunn var mjög áhyggjufull yfir þessu öllu saman og var á hlaupum í dag til að sinna bróður sínum, var að rétta honum dót, hlaupandi fram eftir vatni handa honum, réttandi honum hálstöflur o.s.frv. Að vísu fékk hún svo afbrygðiskast þegar Jón fékk að liggja hjá mér þegar við vorum að horfa á tv...en það reddaðist allt saman. Aumingja Jón er alveg miður sín að vera veikur núna...hann var búin að bjóða öllum bekknum á Greifann á fimmtudaginn, svo er árshátíð skólans um helgina. Ég var að segja við hann að við þyrftum að fresta afmælishátíðinni á fimmtudaginn og þá sagði hann OH það er ömurlegt að vera lasin á afmælinu sínu.....svo fór hann að skelli hlæja því að Kalli á þakinu segir alveg eins setningu á disknum góða sem við höfum hlustað á svona 10000000 sinnum!!!
Nú eru allir spenntir fyrir sumarbústaðnum góða í Svíþjóð,,allir að plana ferð. Við Siggi verðum að segja pass þetta sumarið - þetta árið fer í að borga upp skuldir...gaman gaman en svona er þetta bara!!!! Það verður víst að borga það sem maður kaupir..það var t.d. ekki alveg á planinu hjá okkur að kaupa hlut í fyrirtæki!!!!!

Thursday, January 19, 2006

Ofnanir komnir í lag

Siggi gat lagað ofnana í stofunni í gær svo það þarf ekki að koma í ullarsokkum og lopapeysum í afmælið. Ég held samt að allt sé að bila hér á heimilinu, sjónvarpið með leiðindi, tölvan með enn meiri leiðindi og svo mætti lengi telja....

Wednesday, January 18, 2006

stöðnuð

OH ég er búin að fara í tvígang á vigtina (dönsku) og staðið í stað í bæði skiptin arg arg arg. Nú er ég görsamlega hætt að leyfa mér nokkuð annað en það sem stendur í bókinni góðu og svo er ég aftur komin af stað í leikfimi....lennti hjá Óla í gær og kom út skjálfandi á beinunum en dreif mig samt í morgunn - vaknaði kl 6 og beint í body pump!!!! Ég kom líka skjálfandi þaðan út. Annars hefur lítið gerst hér á Sólvöllum - að vísu á að halda upp á afmæli drengsins um helgina og erum við á fullu að ákveða hvað við eigum að hafa - Jón vill Batman tertu og marens tertu handa afa - ég ætla að baka eitthvað hollt handa öllum leikfimisfríkunum. Þeir sem ætla að koma í afmælið eru vinsamlega beðnir að koma í ullarsokkum og lopapeysu því ofnanir í stofunni eru bilaðir og þar er KALT. Siggi ætlar að prófa að skipta um termó og sjá hvort það dugar. Siggi er heima þessa vikuna en verður svo örugglega sendur eitthvað út á land eftir helgi - brjálað að gera!!! Við vorum að fá það skriflegt að við eigum núna 4.50% í Frostmönnum!!! gaman að því!

Tuesday, January 03, 2006

Kraftaverkin gerast enn.....

Ég fór á dönsku vigtina í dag...alveg alveg viss um að vigtin hefði farið upp yfir jólahátiðina vegna þess að ég leyfði mér allt of mikið um jólin. Ég sagði við vigtarráðgjafan að ég væri ekki glöð að stíga á vigtina en hún hrósaði mér samt fyrir að þora að koma. En viti menn það voru 500 gr farin síðan síðast og ég fékk límmiða því að þeir sem léttast yfir jólin fá límmiða!!!!! Já ótrúlegt en satt ég missti smá þrátt fyrir leikfimisskort og allt of mikið át. Ekki mikið en ég bætti heldur ekki neitt á mig og auðvitað er ég alsæl með það!!! Ég var nefnilega búin að búa mig undir það að vigtin færi upp um 1 -2 kíló og var í huganum búin að sætta mig við það - en ég fékk gleðifréttir í staðin og það er auðvitað mjög hvetjandi. Nú fer annað síðubitanámskeið að byrja...ég er búin að setja mér það markmið að léttast um að minnsta kosti 8 kíló á þessum 12 vikum. Ég var búin að minnast á þessa tölu við Öbbu og var hún búin að samþykkja þetta markmið mitt. Svo nú er að spýta í lófana og fara að byrja á fullu aftur. Byrja að fara gjörsamlega eftir danska og taka á því í ræktinni - verð vonandi flott í vor!!!!!

Tuesday, December 13, 2005

Tíu kíló

Já ég er búin að missa tíu kíló síðan ég byrjaði í átaki í september - er það ekki barasta ágætis árangur? Ég er allavega alsæl með árangurinn!!!! Ég fór í vigtun í dag skjálfandi á beinunum - hélt að ég væri örugglega búin að bæta einhverju við vigtina vegna jólahlaðborð, afmæli og annað sukk...en 500 gr farin síðan síðast og ég alsæl og glöð!!!
Phu ekki hefur mikið gerst í jólagjafakaupum síðan ég skrifaði síðast. Ég get svarið fyrir það ég veit ekki hvað ég á að kaupa...fór í leiðangur á sunnudaginn og fraus þegar ég kom inn á Glerártorg sem var fullt af fólki og jólastuði...en núna verð ég að fara að gera eitthvað...verð að fara með myndir í framköllun svo að ég geti sent einhver jólakort, verð að fara kaupa eitthverjar jólagjafir. En fyrst verð ég að kaupa afmælisgjöf handa dóttur minni sem verður 4 ára á fimmtudaginn. Hef ekki hugmynd um hvað hægt sé að gefa henni í afmælisgjöf/jólagjöf...hún er með fullt herbergið af dóti, fataskápurinn fullur af fötum!!! Ætli ég endi ekki á Barbí dóti - það er aðaláhugamálið þessa dagana.

Tuesday, December 06, 2005

enn er vigtað

Já ég fór á dönsku vigtina í dag...fékk ekki límmiða en hafði þó misst 500 gr sem er ágætt miðað við jólahlaðborð og afmæli. Ég stóð mig samt vel á báðum vígstöðum..borðaði alls ekki mikið á jólahlaðborðinu einfaldlega af því að ég varð svo fljótt södd!!! Í afmælinu fékk ég mér af dönsku réttunum og smá krem...smá súkkulaðikrem og svo tvær piparkökur - dugleg finnst ykkur ekki. Ég væri mjög sátt ef ég þyngist ekki um jólin en ég ætla sko ekki að leggjast í þunglyndi og fýlu þótt að vigtin fari aðeins upp yfir jólahátíðina!!! Tek bara vel á því eftir jólin!!!!! Nú er Siggi farinn á Djúpavog og kemur ekki heim fyrr en um 20 des..phu og við sem eigum eftir að kaupa ALLAR jólagjafir - við erum bæði algjörlega lost í jólagjöfum í ár. Það verður eitthvað keypt á hlaupum rétt fyrir jólin svo ekki láta ykkur bregða ef jólagjafirnar verða eitthvað skrítnar í ár:-) OH nú þarf ég að fara að föndra jólakort með Jóni - ég ÞOLI ekki föndur - ég get svarið fyrir það ég barasta þoli ekki að búa til jólakort og annað föndur - þarf að fara í föndur með Ingunni á föstudaginn!!!! OH leiðinlegt leiðinlegt leiðinlegt!!!! og sérstaklega þegar það er skylda..heimanámið hans Jóns er að búa til Jólakort handa öllum í bekknum - ein 15 stk. Við Jón ætlum í bæinn á morgunn að kaupa pappír, glimmer, límmiða og annað föndurdót. Ég hef annað merkilegra við mína peninga að gera en að kaupa föndurdót - ég MEINA það!!!!!